fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Konan sem Kristján lækaði færslu hjá stígur fram – „Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. janúar 2021 23:00

Ingunn Björnsdóttir og Kristján Þór Júlíusson. Mynd af Kristjáni: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vinir mínir, – munið að ef þið setjið læk hjá mér getið þið aldeilis óvænt orðið fjölmiðlamatur,“ segir Ingunn Björnsdóttir, dósent við Háskólann í Osló, við Facebook-vini. Hún deilir þar grein sem hún birtir á Vísir.is en þar fer hún yfir stóra „læk“-málið. Ingunn segist hafa verið dregin inn í hringiðu fjölmiðlaumfjöllunar fyrir það eitt að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra lækaði færslu hjá henni á Facebook.

Tilefnið er að Stundin birti frétt þann 15. desember þess efnis að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefði sett „læk“ við Facebook-færslu þar sem umfjöllun RÚV um sjávarútvegsfyrirtækið Samherja var gagnrýnd. Kristján Þór hefur sagt sig frá afskiptum af öllum málum sem snerta Samherja vegna tengsla hans við félagið. Ingunn segir í færslu sinni telja að RÚV sé að fara offari í umfjöllun um meint mútumál Samherja í Namibíu, rétt eins og RÚV hafi gengið of langt í umfjöllun um meint gjaldeyrisbrot Samherja sem fyrirtækið var síðan hreinsað af. Færslan var annars svohljóðandi:

„Fokking“ bjálkinn.
Af og til freistast ég til að æfa mig í þrætubókarlist og taka einhver einvígi á ónefndum fésbókarsíðum.
Hef nú tvö kvöld í röð freistast til að pikka aðeins í pilta tvo sem eru þess fullvissir að Samherjamenn séu óalandi og óferjandi og mjög líklega glæpamenn líka, – af því að Helgi Seljan segir það. Þó hafa Samherjamenn enga dóma hlotið, en hið gagnstæða á við: ein ríkisstofnun hefur fengið á sig dóma fyrir að hafa farið offari gegn fyrirtækinu og forstjóra þess.
Minnug Lúkasarmálsins (blessuð sé minning þess) tel ég farsælla að bíða eftir dómskerfinu, nema maður sé beinlínis í aðstöðu til að kafa svo í mál að maður geti myndað sér rökstudda skoðun.
Miðað við það sem ég hef skoðað þessi Samherjamál sýnist mér RUV vera á leið með að falla í sömu gryfju og Seðlabankinn, – að fara offari.
Og piltarnir tveir sem ég freistaðist í diskussjónir við: þegar ég gúglaði þá komst ég að því að þeir voru báðir með bjálka í auganu, – ef svo má segja.

Ingunn fer yfir það í grein sinni á Vísir.is að færslan hennar og læk ráðherra við hana hafi ekki bara orðið tilefni ofangreindrar fréttar á Stundinni heldur samtals að þremur fréttum hjá tveimur fjölmiðlum auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni.

Ingunn segir ennfremur í grein sinni á Vísir.is:

„Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, – ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, – vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein.“

Rétt er að benda á að opnar færslur á Facebook teljast til opinberrar birtingar og eru þær iðulega fréttaefni fjölmiðla, sérstaklega ef þær snerta stjórnmál eða þjóðfélagsumræðu almennt.

Ingunn undrast áherslur þeirra fjölmiðla sem hér eiga í hlut, að þeir segir ekki frá meintum dularfullum tölvupóstum sem RÚV hafi fengið frá Seðlabankanum í aðdraganda umfjöllunar um húsleit hjá Samherja. Sakar hún fjölmiðlana um að mjólka læk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“