fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Matur

Souse-vide bernaise sem enginn getur klúðrað

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 30. desember 2020 18:30

Mynd: Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi uppskrift kemur upprunalega frá Sverri Bollasyni verkfræðingi og eldhússéníi. Uppskriftin hefur verið margreynd af blaðamanni sjálfum og er líklega einfaldasta útgáfan af sósunni vinsælu sem til er. Hún hefur aldrei klikkað og jafnvel verstu kokkar geta með þessu móti boðið upp á fullkominn „Benna“.   Enginn eggjaskilnaðarkvíði hér!

4 eggjarauður
400 g smjör
4 tsk. béarnaise essens
1 lúka estragon – helst ferskt

Setjið allt sósuhráefnið nema estragonið í vatnsheldan „souse-vide“ poka og ofan í 62°C heitt vatn með souse vide-tæki.

Látið malla í 20-30 mínútur. Hita-stigið ætti að vera á bilinu 58-62°C en alls ekki hærra en 65°C.

Þegar tímanum er lokið er innihaldinu hellt í skál, töfrasproti notaður til að þeyta innihaldið upp í silkimjúka og fallega sósu. Bætið við lúku af söxuðu estragoni og þeytið aftur í 2 sekúndur – bara til að blanda.

Gjörið þið svo vel – stresslaus béarnisesósa!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna