fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Macron vill setja ákvæði um loftslagsmál í frönsku stjórnarskrána

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. desember 2020 08:00

Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, vill að í fyrstu grein frönsku stjórnarskráarinnar komi fram að landið sé skuldbundið til að berjast gegn loftslagsbreytingunum og til að vernda náttúruna. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti fyrir borgararáð á mánudaginn um loftslagsmálin. Hann sagðist stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni til að koma þessu inn í hana. Áður en hægt er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu verða bæði efri og neðri deild þingsins að samþykkja breytinguna.

Borgararáðið samanstendur af 150 Frökkum sem voru valdir tilviljanakennt til setu í því. Það hefur það verkefni að koma með tillögur um hvernig er hægt að draga úr losun CO2. Ráðið hefur sett fram hugmyndir á borð við að lækka leyfðan hámarkshraða og að bæta einangrun húsa í landinu. Aðalverkefni þess hefur síðan í júní verið tillaga um stjórnarskrárbreytingar þannig að ákvæði verði sett inn í hana um kvaðir til aðgerða í loftslagsmálum og um náttúruvernd. Macron hefur tekið flestum tillögum ráðsins vel en hefur þó beitt neitunarvaldi gegn nokkrum, þar á meðal um að leyfður hámarkshraði á hraðbrautum landsins verði lækkaður í 110 km/klst úr 130 km/klst.

Hann setti borgararáðið á laggirnar í kjölfar krafna um meira „beint lýðræði“ í kjölfar mótmæla Gulu vestanna 2018 og 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau