fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Eyjan

Versnandi lánskjör Reykjavíkurborgar – „Við munum borga miklu hærri vexti af Covid-hallanum en flest önnur ríki“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 07:50

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var niðurstaða úr skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar kynnt. Borgin tók tilboðum upp á rúmlega 3,8 milljarða króna að nafnvirði. Um er að ræða grænan skuldabréfaflokka og er ávöxtunarkrafa hans 4,5%. Þetta eru töluvert lakari kjör en borgin fékk í skuldabréfaútboði í maí en þá var tilboðum upp á 2,6 milljarða tekið og var ávöxtunarkrafan þá 2,99%.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Agnari Tómasi Möller, sérfræðingi í skuldabréfaviðskiptum, að það þurfi að hafa í huga að skuldabréfaflokkurinn sé ekki alveg samanburðarhæfur við önnur skuldabréf sem borgin hefur gefið út. Munur sé á tímalengd bréfanna. „Miðað við markaðinn eins og hann var fyrr í vikunni sýnist mér að þarna sé verið að bjóða 1,25% álag ofan á ríkisvexti,“ sagði Agnar.

Á síðustu árum hefur borgin yfirleitt fengið kjör sem eru 60-70 punktum yfir því sem ríkið fær að sögn Agnars en þeir vextir hafa farið hækkandi á árinu og er borgin til dæmis með annan skuldabréfaflokk sem er með rúmlega 100 punkta álagi að hans sögn. Hann sagði álagið ansi hátt.

Sértryggð skuldabréfaútgáfa bankanna, sem er notuð til að fjármagna húsnæðislán, eru með 60 punkta í álag ofan á ríkisvexti og álag fasteignafélaga er um 140 punktar að sögn Agnars. Borgin er því komin ansi nálægt því. Álag á skuldir borgarinnar hefur því tæplega tvöfaldast á árinu og vaxtakjörin versnað.

„Öll langtímafjármögnun er orðin ákaflega dýr, einkum í alþjóðlegum samanburði. Fjármögnun hins svokallaða Græna plans borgarinnar á næsta ári gæti orðið áskorun,“ er haft eftir Agnari sem sagði einnig að greiðslubyrði af langtímalánum hér á landi sé miklu hærri en í flestum öðrum vestrænum ríkjum. „Við munum borga miklu hærri vexti af Covid-hallanum en flest önnur ríki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri býður sig fram til varaformanns

Snorri býður sig fram til varaformanns