fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Náðu loks sátt um hvernig á að mæla hæð Everest

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 18:31

Everestfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa Kínverjar og Nepalar deilt um hvernig haga skyldi mælingum á hæð Everestfjalls sem er óumdeilanlega hæsta fjall heims. Deilan snerist um hvort taka ætti snjó á toppi fjallsins með í útreikninginn. Nú hafa löndin tvö náð samkomulagi um nýja opinbera hæð fjallsins og er það 8.849 metrar samkvæmt samkomulagi þeirra.

Til að fyllstu nákvæmni sé gætt þá er það raunar 8.848,86 metrar að því er segir í sameiginlegri yfirlýsingu landanna. Bæði löndin sendu mælingamenn upp hlíðar fjallsins til að mæla hæðina.

Mælt frá toppi snjóalaga á toppi fjallsins er fjallið 8.849 metra yfir sjávarmáli en það er þessi hæð sem Nepalmenn hafa alltaf haldið fast í sem opinbera og rétta hæð fjallsins. Kínverjar notuðust hins vegar við mælingu á fjallinu sjálfu, án snjóalaga, og var það 4 metrum lægra samkvæmt þeirra mælingum.  Það má því kannski segja að Nepal hafi borið sigur úr býtum í þessari deilu. Yfirvöld í löndunum segja að þessi sameiginlega niðurstaða þeirra sé „ævarandi merki um vinskap Nepal og Kína“.

Auk deilu um hvort taka ætti snjóinn með í mælinguna þá hafa verið uppi umræður um hvort fjallið hafi lækkað aðeins eftir stóran jarðskjálfta í Nepal 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau