ÍBV, hefur fengið mikinn liðstyrk fyrir næsta tímabil en varnarmaðurinn, Eiður Aron Sigurbjörnsson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við liðið og snýr því aftur til Vestmannaeyja og leikur með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Eiður Aron, hefur verið á mála hjá Val síðan árið 2017, þar vann hann þrjá Íslandsmeistaratitla og varð einnig bikarmeistari með liðinu. Fyrir það hafði Eiður spilað með ÍBV á Íslandi. Eiður hefur einnig reynslu úr atvinnumennsku en hann hefur spilað með liðum á borð við Örebro, Sandnes Ulf og Holestein Kiel.
Eiður hefur góða reynslu úr efstu deild, hann á að baki 155 leiki þar og hefur skorað sjö mörk í þeim leikjum. Hann hefur einnig spilað einn A-landsleik.
Við færum ykkur mikinn fögnuð!
Posted by ÍBV Knattspyrna on Tuesday, December 8, 2020