fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Danska krónprinsfjölskyldan í einangrun – Christian prins greindist með kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 06:55

Frederik krónprins og Mary krónprinsessa með börnum sínum í janúar 2020. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian prins, sem er 15 ára, sonur Frederik krónprins og Mary krónprinsessu greindist með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í gær og er öll fjölskyldan nú komin í einangrun.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dönsku hirðinni. Fram kemur að Christian, sem er næstur á eftir föður sínum í erfðaröðinni að dönsku krúnunni, hafi verið sendur í sýnatöku eftir að smit komu upp í Tranegårdskolen í Hellerup þar sem hann stundar nám.

Christian hefur ekki átt í samskiptum við aðra í konungsfjölskyldunni en foreldra sína og systkini sem eru nú öll í einangrun í Amalienborg í Kaupmannahöfn þar sem þau búa. Fjölskyldan fylgir leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda og mun vera í einangrun þar til óhætt er að ljúka henni samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda um viðbrögð við smiti.

Danska ríkisútvarpið segir að enn liggi ekki fyrir hvaða áhrif þetta mun hafa á opinberar skyldur krónprinsins og krónprinsessunnar sem eiga að vera viðstödd nokkra viðburði á næstu dögum.

Þetta er fyrsta kórónuveirusmitið sem kemur upp í dönsku konungsfjölskyldunni, að minnsta kosti svo vitað sé opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi