fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Arfleiddi nágranna sína að 940 milljónum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 05:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1975 bjó Renate Wedel í Weiperfelden í Waldsolms í Hesse í miðhluta Þýskalands ásamt eiginmanni sínum, Alfred Wede. Waldsolms er sveitarfélag sem samanstendur af 6 þorpum. Alfred lést 2014 en hann hafði stundað verðbréfaviðskipti með góðum árangri. Renate, sem dvaldi á hjúkrunarheimili í Frankfurt frá 2016, lést í desember á síðasta ári, 81 árs að aldri.

Í apríl var sveitarfélaginu tilkynnt að Renate hefði arfleitt það að eignum sínum sem voru bankainnistæða, hlutabréf og önnur verðmæti, þar á meðal hús. Systir hennar átti upprunalega að erfa eigur hennar en hún lést á undan systur sinni að sögn staðarblaðsins Hessenschau. CNN skýrir frá þessu.

„Ég hélt fyrst að þetta gæti ekki verið. Ég hélt að komma hefði verið sett á rangan stað, eitthvað væri bogið við þetta,“ sagði Bernd Heine, bæjarstjóri, í samtali við Hessenschau.

Sú kvöð er á arfinum, sem er að andvirði sem nemur um 940 milljónum íslenskra króna, að sveitarfélagið verður að nota hann í „innviði og samfélagslega aðstöðu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa