fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Lögregla kannar ábendingu um 16 manna hóp á sýningu í miðborginni

Heimir Hannesson
Laugardaginn 5. desember 2020 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla kannar nú hugsanlegt brot á sóttvarnareglum í miðborg Reykjavíkur. Um er að ræða ábendingu um að 16 manns væru saman komnir á „ákveðna sýningu,“ í borginni.

Þetta er eitt fjölmargra verkefna lögreglunnar nú í morgun, en nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni síðan í gærkvöldi.

Frá klukkan 17:00 í gær og til 5 í morgun skráði lögreglan 84 færslur í dagbók sína og voru 11 aðilar vistaðir í fangageymslum fyrir ýmis brot í nótt. Þá sagði lögreglan í tilkynningu til fjölmiðla að hún hafi heimsótt marga veitingastaði til að kanna Covid ráðstafanir þar á bæ og voru flestir með sitt á hreinu. Einhverjir þurftu þó að gera betur, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Í dag hefur lögreglan svo sinnt útköllum vegna grunsamlegra mannaferða í Skipasundi, logandi ruslatunnu á Skólavörðustíg, akstur undir áhrifum fíkniefna og vinnuhávaða frá byggingasvæði, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik