fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Sænskur yfirlæknir – „Við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 05:45

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 2.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á sænskum sjúkrahúsum en rúmlega 7.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í landinu síðan faraldurinn skall á. Heimsóknabann er á stærsta sjúkrahúsi Stokkhólms, sem er næststærsta sjúkrahús landsins, Karolinska en innandyra berjast læknar, hjúkrunarfræðingar og ekki síst sjúklingarnir upp á líf og dauða. Björn Persson, yfirlæknir á gjörgæsludeild sjúkrahússins segir álagið vera gríðarlegt.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir yfirlækninum að nokkur rúm séu enn laus en það sé bara vegna þess að búið sé að tvöfalda fjölda legurýma frá því sem áður var. „Ég held að við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að hjálpa sjúklingunum. Það er ekkert val,“ er haft eftir honum.

„Það er mikið álag á starfsfólk gjörgæsludeilda núna. Við vorum með of fátt starfsfólk þegar þetta skall á. Það þýðir að hver og einn verður að sinna enn fleiri sjúklingum og það er mjög krefjandi. Allir vinna yfirvinnu og dagarnir eru mjög langir,“ sagði hann einnig.

Af þeim rúmlega 2.000 COVID-19-sjúklingum sem liggja nú á sænskum sjúkrahúsum eru um 250 á gjörgæsludeildum. Þetta eru of margir sjúklingar að sögn Björn sem segir að innlögnum verði að fækka: „Við höldum þetta ekki út lengi til viðbótar. Ég er hræddur um að gjaldið verði hátt til langs tíma litið. Ég óttast að starfsfólkið veikist, brenni út og hætti síðan störfum eða færi sig um set því það vill ekki lenda aftur í svona aðstæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks