fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Birta myndir af dánarstað Maradona – Komst ekki lengur upp stigann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar í Argentínu hafa birt myndir af húsinu sem Diego Maradona hafði til umráða þegar hann lét lífið fyrir viku síðan. Maradona var með húsið á leigu og borgaði fyrir það tæpar 500 þúsund krónur á mánuði.

Fjölmiðlar í Argentínu fjalla mikið um andlát Diego Maradona og hvernig það bar að garði en þessi knattspyrnuhetja lést í síðustu viku. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu. Fyrir þremur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Lögreglan rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en dætur Maradona halda því fram að hann hafi ekki fengið eðlilega lyfjagjöf eftir aðgerðina á heila. Í nýjustu fréttum í Argentínu kemur fram að Maradona hafi skollið harkalega á haus sinn viku eftir aðgerðina, ekkert var gert í málinu og telja aðstandendur hans það óeðilegt.

Maradona var með læknateymi og virðist það ekki hafa sinnt kappanum eins og best verður á kosið, þannig segir að enginn hafi athugað með heilsu Maradona í þrjá daga eftir höfuðhöggið. „Maradona gat ekkert ákveðið sjálfur,“ segir Rodolfo Baquè saksóknari í málinu.

Húsið hafði Maradona leigt eftir aðgerðina á sjúkrahúsi, húsið er í San Andres hverfinu Í Buenos Aires en Maradona átti að vera með herbergi á efri hæðinni. Hann hafði hins vegar ekki heilsu til að komast upp stigann.

Sökum þess hafði verið útbúið svefnherbergi á neðri hæðinni þar sem Maradona hafði aðgang að eldhúsi og fallegu útsýni. Maradona lét lífið í svefni á heimili sínu.

Myndir úr húsinu má sjá hér að neðan.

Herbergið þar sem Maradona svaf og eldhúsið sem hann notaði:

Efri hæðin og stiginn sem Maradona komst ekki lengur upp:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögðu takk en nei takk við Tottenham

Sögðu takk en nei takk við Tottenham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi