fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Birta myndir af dánarstað Maradona – Komst ekki lengur upp stigann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar í Argentínu hafa birt myndir af húsinu sem Diego Maradona hafði til umráða þegar hann lét lífið fyrir viku síðan. Maradona var með húsið á leigu og borgaði fyrir það tæpar 500 þúsund krónur á mánuði.

Fjölmiðlar í Argentínu fjalla mikið um andlát Diego Maradona og hvernig það bar að garði en þessi knattspyrnuhetja lést í síðustu viku. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu. Fyrir þremur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Lögreglan rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en dætur Maradona halda því fram að hann hafi ekki fengið eðlilega lyfjagjöf eftir aðgerðina á heila. Í nýjustu fréttum í Argentínu kemur fram að Maradona hafi skollið harkalega á haus sinn viku eftir aðgerðina, ekkert var gert í málinu og telja aðstandendur hans það óeðilegt.

Maradona var með læknateymi og virðist það ekki hafa sinnt kappanum eins og best verður á kosið, þannig segir að enginn hafi athugað með heilsu Maradona í þrjá daga eftir höfuðhöggið. „Maradona gat ekkert ákveðið sjálfur,“ segir Rodolfo Baquè saksóknari í málinu.

Húsið hafði Maradona leigt eftir aðgerðina á sjúkrahúsi, húsið er í San Andres hverfinu Í Buenos Aires en Maradona átti að vera með herbergi á efri hæðinni. Hann hafði hins vegar ekki heilsu til að komast upp stigann.

Sökum þess hafði verið útbúið svefnherbergi á neðri hæðinni þar sem Maradona hafði aðgang að eldhúsi og fallegu útsýni. Maradona lét lífið í svefni á heimili sínu.

Myndir úr húsinu má sjá hér að neðan.

Herbergið þar sem Maradona svaf og eldhúsið sem hann notaði:

Efri hæðin og stiginn sem Maradona komst ekki lengur upp:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Unnustan trompast og les yfir fólki – Segir ástmann sinn bæði góðan í rúminu og moldríkan

Unnustan trompast og les yfir fólki – Segir ástmann sinn bæði góðan í rúminu og moldríkan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Í gær

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina
433Sport
Í gær

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins