fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Þýskur gjörgæslulæknir – „Við erum á mörkum þess gerlega“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 20:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður samtaka þýskra gjörgæslulækna vill að stjórnvöld grípi til enn harðari sóttvarnaaðgerðar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ástæðan er mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins en að meðaltali eru aðeins þrjú laus legurými á gjörgæsludeildum landsins. Gernot Marx,  formaður samtaka gjörgæslulækna, varar við þeirri stöðu sem er uppi.

Bild skýrir frá þessu. „Við erum í einstökum aðstæðum ólíkum öllu því sem við höfum upplifað í sögu gjörgæslu. Við erum á mörkum þess gerlega,“ sagði Marx sem starfar á gjörgæsludeild háskólasjúkrahússins í Aachen. Þangað koma fjórir nýir sjúklingar á dag að meðaltali. Níu eru í öndunarvél en ekki er hægt að hafa fleiri í öndunarvél samtímis þar sem ekki er nægilega margt starfsfólk til að annast sjúklingana.

Á síðustu sólarhringum hafa rúmlega 11.000 greinst með kórónuveiruna á hverjum sólarhring og tugir láta lífið daglega. Í heildina hafa rúmlega 16.000 látist af völdum veirunnar til þessa og rúmlega ein milljón hefur smitast.

Marx var með skýr skilaboð til stjórnvalda um aðgerðir vegna faraldursins: „Ef þetta snýst um að bjarga mannslífum þá hefðu síðustu sóttvarnaaðgerðir átt að vera enn harðari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári