fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

WHO reiknar með næstum eðlilegum heimi 2021

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 07:00

Mike Ryan. EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin í ár verða að öllum líkindum ekki eins og fólk á að venjast og vill hafa þau að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. En stofnunin horfir bjartsýn á næsta ár og segir mjög góðar líkur á að einhvern tímann á árinu 2021 verði ástandið í heiminum nærri því að líkjast því sem það var fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar, ástandið verði sem sagt nokkuð eðlilegt.

Mike Ryan, sem er helsti sérfræðingur stofnunarinnar í viðbrögðum við stórum áföllum og hörmungum, sagði í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær að það sé mjög líklegt að lífið komist nokkurn veginn í fyrra horf á næsta ári. „Ég held að það sé mjög, mjög líklegt að við getum snúið aftur til lífshátta eins og við þekkjum þá en við verðum áfram að gæta vel að hreinlæti og félagsforðun,“ sagði hann.

Ummæli hans koma í kjölfar jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni. WHO segir að bóluefni muni samt sem áður ekki verða til þess að hægt sé að útrýma veirunni beint. „Bóluefni er ekki bein ávísun á ekkert COVID-19. Með því að bæta bóluefni við núverandi aðgerðir fáum við marga möguleika til að snúa smitkúrvunni, forðast lokanir og til að ná stjórn á faraldrinum,“ sagði Ryan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd