fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Margir krefjast opinberrar rannsóknar á starfsháttum Trump – Þetta er svar Biden

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 06:55

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Demókratar hafa krafist þess að Joe Biden, verðandi forseti, láti hefja umfangsmiklar opinberar rannsóknir á embættisfærslum Donald Trump frá því að hann tók við sem forseti. Trump hefur sjálfur hótað að láta dómsmálaráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga sína og telja sumir innan Demókrataflokksins að Biden eigi að svara í sömu mynt um leið og hann tekur við lyklavöldunum í Hvíta húsinu.

Einn þeirra Demókrata sem hæst hafa með þessa kröfu er Bill Pascrell, þingmaður í fulltrúadeildinni, sem hefur krafist rannsóknar á embættisfærslum Trump og samstarfsfólks hans. „2021 verða dómsmálaráðuneytið og önnur viðeigandi yfirvöld að rannsaka Trump-stjórnina ofan í kjölinn. Það verður að draga Trump og aðstoðarfólk hans fyrir dóm fyrir lögbrot þeirra,“ skrifaði hann meðal annars í langri færslu á Facebook.

Í færslunni sakaði hann Trump um fjölda lögbrota og að hafa stefnt öryggi Bandaríkjanna í hættu. Hann varaði einnig við því að skortur á vilja til að rannsaka embættisfærslur Trump muni gera Bandaríkin enn „löglausari og ýta undir einræðisstjórn“. „Hann verður að sæta ábyrgð,“ sagði Pascrell.

Biden var spurður út í þetta í þættinum NBC Nightly News í gærkvöldi en þetta var í fyrsta sinn síðan Joe Biden sigraði í forsetakosningunum að hann kom fram í fréttaþætti. Þegar spurt var um hugsanlega rannsókn á Trump og embættisfærslum var svar Biden á þann veg að ætla má að hann ætli að standa við kosningaloforð sitt um að sameina klofna þjóðina. „Ég ætla ekki að gera það sama og núverandi forseti og nota dómsmálaráðuneytið eins og mitt einkaverkfæri til að koma fram vilja mínum,“ sagði Biden.

Demókratar hafa einnig bent á að margar rannsóknir séu nú hafnar í ríkjum landsins á ýmsu er tengist Trump. „Ég hef lesið að margar rannsóknir fari nú fram í ríkjunum. Ég get ekki haft nein afskipti af því,“ sagði Biden.

Meðal þessara rannsókna er að í New York eru yfirvöld að rannsaka meinta spillingu Trump. Ekki er hægt að sækja hann til saka í ríkinu á meðan hann er forseti en um leið og hann lætur af embætti er hægt að draga hann fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks