fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Bóluefni AstraZeneca með 70 til 90% virkni – Hefur einn stóran kost fram yfir hin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 07:58

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk/sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca tilkynnti í gær að prófanir á bóluefni þess, sem það hefur unnið að í samvinnu við vísindamenn í Oxfordháskóla, hafi leitt í ljós að bóluefnið veiti að meðaltali 70% bólusettra vernd. Það veitir þó allt að 90% vernd ef fólk fær fyrst hálfan skammt og síðan fullan skammt eftir einn mánuð.

Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla þá tóku 11.363 þátt í prófunum á bóluefninu.

„Niðurstaðan sýnir að við erum með virkt bóluefni sem mun bjarga mörgum mannslífum. Það er spennandi að við höfum komist að því að bóluefnisskammtar okkar hafa áhrif í um 90% tilfella og ef þessi skammtastærð er notuð er hægt að bólusetja fleiri miðað við fyrirhugaða afhendingu á bóluefninu,“ sagði Andrew Pollard, prófessor og rannsóknastjóri hjá Oxford Vaccine Trail, í fréttatilkynningu frá AstraZeneca.

Áður hafa Pfizer, í samvinnu við BioNTech, og Moderna tilkynnt um bóluefni sem virka í allt að 95% tilfella.

Þrátt fyrir að bresk/sænska bóluefnið virki ekki eins vel hefur það þó þann stóra kost umfram hin tvö að það er hægt að geyma það í venjulegum ísskáp í að minnsta kosti sex mánuði. Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráðu frost en bóluefni Moderna er hægt að geyma í ísskáp í allt að 30 daga.

AstraZeneca reiknar með að framleiða þrjá milljarða skammta af bóluefninu á næsta ári. BBC segir að bresk stjórnvöld hafi nú þegar pantað 100 milljónir skammta hjá fyrirtækinu en það nægir til að bólusetja 50 milljónir manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík