fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Tjáir sig loksins um nóttina á Hótel sögu: „Þetta var ein erfiðasta stund lífs míns“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 08:54

Foden, Greenwood og íslensku stúlkurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Foden leikmaður Manchester City og enska landsliðsins var heldur betur í stuði í gær þegar enska landsliðið vann 4-0 sigur á Íslandi. Foden skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og fullkomnaði þar góða endurkomu sína í liðið.

Foden var aftur valinn í landsliðið fyrir þetta verkefni eftir að hafa verið rekinn úr landsliðinu í september. Foden og Mason Greenwood höfðu þá brotið sóttvarnarreglur á Íslandi með því að bjóða tveimur íslenskum stúlkum á Hótel Sögu.

Vegna COVID-19 er leikmönnum í landsliðsverkefni bannað að hitta annað fólk til að koma í veg fyrir að smit breiðist út um leikmannahópinn. Málefni Foden og Greenwood vakti heimsathygli og hann tjáði sig um málið eftir sigurinn á Íslandi í gær.

„Þetta var eitt erfiðasta augnablik lífs míns,“ sagði Foden um það þegar allt komst upp og þeir félagar voru reknir úr landsliðinu.

„Á svona augnabliki þarftu traust þjálfarans og Gareth hefur borið mikla virðingu fyrir mér og treyst mér. Ég er þakklátur og er glaður með að geta borgað honum til baka með tveimur mörkum.“

„Ég ætlaði að sanna ágæti mitt nú þegar ég fékk traustið aftur, ég var stressaður til að byrja með en ég naut þess að koma aftur. Þetta eru mín fyrstu mörk fyrir England og þau eru mér mikilvægt. Ég get ekki hætt að brosa.“

Southgate segir að stressið hafi sést á Foden langar leiðir til að byrja með í þessu verkefni. „Það tók hann nokkra daga að ná sér, það sem hann hefur gengið í gegnum er mjög erfitt fyrir unga leikmenn. Á síðustu dögum fór hann að brosa meira. Ég er glaður, ég veit hvað hann getur gert fyrir England.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“