fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Innanríkisráðherra Georgíu segir að þingmaður Repúblikana hafi stungið upp á að löglegum atkvæðum yrði hent

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 15:00

Lindsey Graham er harður stuðningsmaður Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brad Raffensperger, sem er Repúblikani og innanríkisráðherra í Georgíu, segi rað Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður og dyggur stuðningsmaður Donald Trump forseta, hafi spurt hvort ekki væri hægt að henda öllum utankjöfundaratkvæðum, sem voru greidd í forsetakosningunum, í ákveðnum kjördæmum. Þetta hafi hann gert eftir að ljóst var að Trump hafði tapað með litlum mun í ríkinu.

Í samtali við Washington Post sagði Raffensperger að Graham, sem er formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, hafi spurt sig út í lög ríkisins varðandi undirskriftir á kjörseðlum og hvort pólitísk sjónarmið gætu hafa skipt máli í kjördæmum þar sem kjörstjórnir samþykktu fleiri atkvæði þar sem undirskriftir pössuðu ekki saman. Raffensperger sagði að því næst hafi Graham spurt hann hvort hann hefði völd til að láta henda öllum atkvæðum úr þessum kjördæmum.

Raffspenger sagðist hafa brugðið við þessa spurningu sem megi skilja sem svo að Graham hafi verið að stinga upp á að hann myndi finna leið til að henda löglega greiddum utankjörfundaratkvæðum. „Það leit svo sannarlega út fyrir að það væri það sem hann var að biðja um,“ sagði Raffspenger.

Graham staðfesti við blaðamenn að hann hefði átt þetta samtal við Raffensperger en að það væri „fáránlegt“ að halda að hann hafi verið að beita hann þrýstingi til að henda löglegum utankjörfundaratkvæðum. Hann hafi aðeins viljað fræðast betur um ferlið við að staðfesta undirskriftir því það sem gerist í Georgíu hafi „áhrif á alla þjóðina“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð