fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Mun Guðni reyna að sannfæra Heimi Hallgrímsson um að koma heim?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 12:13

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSÍ og stjórn sambandsins mun á næstu dögum og vikum fara yfir þjálfaramál hjá A-landsliði karla. Erik Hamren hafði ekki áhuga á að halda starfinu áfram og stýrir hann liðinu í síðasta sinn á miðvikudag.

Hamren hefur stýrt liðinu í tvö ár og var örfáum mínútum frá því að koma liðinu inn á Evrópumótið í síðustu viku, þegar liðið tapaði gegn Ungverjaland.

Atli Viðar Björnsson sérfræðingur Stöð2 Sport myndi gera allt til þess að fá Heimi Hallgrímsson heim á ný eftir tvö ár í Katar.

„Fyrir mér væri fyrsta, annað og væntanlega þriðja símtalið til Katar. Hvernig er staðan á Heimi Hallgrímssyni? Hefur hann einhvern áhuga á að koma heim aftur, byrja þessa uppbyggingu og taka aftur við liðinu?“ sagði Atli Viðar á Stöð2 Sport í gær.

Heimir lét af störfum eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og hefur síðan þá starfað hjá Al-Arabi í Katar.

„Ég geri ekki ráð fyrir að Heimir segi já í fyrsta símtali og þess vegna segi ég að annað og þriðja símtal eigi að vera til hans og reyna að sannfæra hann um að hann sé maðurinn í starfið.“

Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 liðsins og Rúnar Kristinsson þjálfari KR eru á meðal þeirra þjálfara sem eru mest orðaðir við starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók fram úr David Beckham í gær

Tók fram úr David Beckham í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn