fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Kínverskir jöklar bráðna ótrúlega hratt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 21:05

Frá Tíbet. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jöklar í Qilian fjallgarðinum í Kína bráðna ótrúlega hratt samhliða hnattrænni hlýnun. Þetta eykur áhyggjur af að vatnsskortur geti orðið að veruleika í framtíðinni. Stærsti jökullinn í þessum 800 km langa fjallgarði hefur hörfað um 450 metra síðan á sjötta áratugnum en þá var byrjað að fylgjast með honum. Hann hefur minnkað um 7% á þessum tíma og hefur bráðnunin færst í aukana á síðustu árum að sögn vísindamanna.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að á þessum tíma hafi jökullinn misst 13 metra af þykkt sinni. Qin Xiang, sem hefur yfirumsjón með eftirlitinu með jöklinum, segir að hraði bráðnunarinnar sé sláandi.

Tíbeska hásléttan er stundum nefnd „þriðji póllinn“ vegna þess hversu mikill ís er þar. En frá sjötta áratugnum hefur meðalhitinn á svæðinu hækkað um 1,5 gráður að sögn Qin og ekki er að sjá að það muni draga úr hlýnuninni. Því er útlitið ekki gott fyrir þá 2.684 jökla sem eru í fjallgarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar