fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Pressan

Tæplega 300 hælisleitendur hafa látist við að reyna að komast yfir Ermarsund frá 1999

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 14:15

Ermarsund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1999 hafa tæplega 300 hælisleitendur látist við að reyna að komast yfir Ermarsund frá meginlandi Evrópu til Bretlandseyja. Þar af eru 36 börn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem er jafnframt sú fyrsta sem er gerð um þetta.

The Guardian skýrir frá. Fram kemur að það sé The Institute of Race Relations sem standi að baki rannsókninni. Í henni er farið ítarlega yfir mál 292 sem létust við að reyna að komast til Bretlands yfir eða undir Ermarsund. Fólkið reyndi að komast í bátum eða öðrum farartækjum yfir sundið eða undir þau um Ermarsundsgöngin.

Meðal þeirra eru írönsk/kúrdísk hjón og tvö börn þeirra sem drukknuðu á þriðjudaginn þegar þau reyndu að komast yfir sundið á bát.

Engar opinberar tölur eru til yfir fjölda látinna á þessari leið en með því að gera rannsóknina og birta er vonast til að hægt sé að vekja athygli á nöfnum hinna látnu og sögu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tengsl á milli margra sjúkdóma og skjátíma barna og ungmenna

Tengsl á milli margra sjúkdóma og skjátíma barna og ungmenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússneska byltingin – Merkur pólitískur atburður

Rússneska byltingin – Merkur pólitískur atburður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna á ekki að vera í stuttermabol þegar ferðast er með flugvél

Þess vegna á ekki að vera í stuttermabol þegar ferðast er með flugvél
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Fangi á dauðadeild tekinn af lífi 33 árum eftir skelfilegan glæp

Fangi á dauðadeild tekinn af lífi 33 árum eftir skelfilegan glæp