fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ástand stórs hluta evrópskra vistkerfa er slæmt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. október 2020 14:15

Evrópsk vistkerfi eiga í vök að verjast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins fjórðungur evrópskra dýrategunda býr við góðar aðstæður og 80% af mikilvægustu vistkerfum álfunnar eru talin í lélegu eða slæmu ástandi. Þetta kemur fram í mati Evrópsku umhverfisstofnunarinnar á stöðu náttúrunnar í ESB á árunum 2013 til 2018.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að ástandi vistkerfa haldi áfram að hraka þrátt fyrir aðgerðir sem eiga að vernda þau. Tæplega helmingur fuglategunda þrífst vel, eða 47%, en það er fimm prósentustigum minna en 2015.

Haft er eftir Virginijus Sinkevicisu, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn ESB, að þetta sýni að við séum enn að tapa mikilvægum vistkerfum. Það þurfi nauðsynlega að standa við gefin loforð til að snúa þessari þróun við.

Stór hluti af ástæðunni fyrir þessu slæma ástandi er landbúnaður en samkvæmt landbúnaðarstefnu ESB er bændum verðlaunað fyrir mikla ræktun í stað þess að verðlauna þá fyrir aðgerðir sem vernda umhverfið. Það er því mun meiri þrýstingur á náttúruna en þær lausnir sem boðið er upp á geta staðið undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“