fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Segir að fyrstu bóluefnin gegn kórónuveirunni verði „líklega ófullkomin“ og „veiti jafnvel ekki vernd“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta kynslóð bóluefna gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verður „líklega ófullkomin“ og „veita jafnvel ekki öllum vernd“. Þetta kemur fram í grein eftir Kate Bingham, formann UK Vaccine Taskforce, sem birtist í vísindaritinu The Lancet.

Sky News skýrir frá þessu. Í grein sinni segir Bingham að aldrei í sögu læknisfræðinnar hafi verið beðið af jafn mikilli eftirvæntingu eftir bóluefni og nú. Hún segir einnig að „bólusetning sé almennt talin eina leiðin til að losna úr viðjum heimsfaraldursins“.

Hún hvetur einnig til þess að væntingum sé stillt í hóf og segir að hugsanlega muni bóluefnið ekki virka fyrir alla eða veita vörn mjög lengi.

„Við vitum ekki hvort við munum nokkru sinni fá bóluefni. Það er mikilvægt að vara við andvaraleysi og of mikilli bjartsýni,“

segir hún.

„Fyrsta kynslóð bóluefna mun líklega vera ófullkomin og við verðum að vera undir það búin að hún komi ekki í veg fyrir smit en muni frekar draga úr einkennum og muni jafnvel ekki virka lengi á alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum