fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Búið að greiða Icesave-kröfuna að fullu

– Slitabú Landsbankans gekk í gær frá fullnaðaruppgjöri samþykktra forgangskrafna í búið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slitabú Landsbankans, LBI hf., fékk í gær undanþágu Seðlabanka Íslands frá fjármagnshöftum til að ganga frá fullnaðaruppgjöri samþykktra forgangskrafna, sem voru að mestu tilkomnar vegna Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf, og námu alls 210,6 milljörðum króna.

Frá þessu er greint á vef LBI. Segir þar að uppgjörið hafi farið fram í evrum, pundum og dollurum.

EFTA-dómstóllinn sýknaði í janúar 2013 Ísland af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við samningum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Hafnaði dómstóllinn því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðieigendum. Þorri forgangskrafna í bú LBI var vegna Icesave en breski innstæðutryggingasjóðurinn bætti Bretum sem áttu innstæður á reikningunum tjón þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision