fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Gleymdi eiginkonunni á áningarstaðnum – „Hún sefur í aftursætinu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur auðvitað fyrir að fólk gleymi einhverju þegar stoppað er á bensínstöðvum eða öðrum áningarstöðum við þjóðveginn, sérstaklega ef um langferð er að ræða og fólk er orðið þreytt. En það hlýtur að vera ansi óvenjulegt að menn gleymi eiginkonunni og uppgötvi það ekki fyrr en lögreglan bendir viðkomandi á það.

Þetta gerðist einmitt í Niedersachsen í Þýskalandi á miðvikudag í síðustu viku. Þar hafði norsk fjölskylda, foreldrar og sonur, stoppað á áningarstað einum til að teygja aðeins úr sér og fara á klósettið. Fjölskyldan var á leið heim til Noregs. Konan þurfti að nota salernið en þegar hún kom aftur út á bílastæðið var fjölskyldubílinn hvergi að sjá og hvað þá feðgana.

Henni brá nokkuð í brún að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni i Göttingen. Svo heppilega vildi til að tollvörður var staddur á áningarstaðnum og sneri konan sér til hans. Hann setti sig í samband við lögregluna sem sendi strax út eftirlýsingu á fjölskyldubílnum.

Það reyndist ekki flókið eða tímafrekt að finna bílinn enda var hann troðfullur af farangri og með norsk skráningarnúmer. Lögreglumenn stöðvuðu akstur eiginmannsins um 50 kílómetra frá áningarstaðnum.

„„Lögbrjótarnir tveir“ voru mjög hissa þegar lögreglan stöðvaði þá,“

segir í tilkynningu lögreglunnar. Þegar feðgarnir voru spurðir hvar eiginkonan og móðirin væri svöruðu þeir af mikilli sannfæringu:

„Hún sefur í aftursætinu.“

Það var ekki fyrr en spurningin var ítrekuð og þeir kíktu í aftursætið sem þeir sáu hvers kyns var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stal hverjum einasta eyri frá afa og mömmu svo þau urðu að leita til hjálparstofnana

Stal hverjum einasta eyri frá afa og mömmu svo þau urðu að leita til hjálparstofnana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pútín niðurlægður eftir að Úkraína sveik úr honum fé með því að sviðsetja andlát herforingja

Pútín niðurlægður eftir að Úkraína sveik úr honum fé með því að sviðsetja andlát herforingja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta