fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Samkvæmi af þessu tagi gætu verið komin til að vera

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 05:34

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Lehner, prófessor í ónæmisfræði við Cambridge University, telur að ungt fólk muni halda áfram að halda samkvæmi gagngert til þess að smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og verða þannig ónæmt fyrir henni.

The Guardian skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að til langs tíma litið þá muni veiran verða eins og aðrar veirur og fólk muni annað hvort verða bólusett gegn henni eða þá að það smitist viljandi af henni þegar það er ungt til að öðlast ónæmi.

Hann segir að við verðum að venjast því að veiran sé til staðar en það telur hann ekki ávísun á heimsendi þegar horft er fram á veginn.

„Ég vil vera bjartsýnn og segja að ég tel ekki að þessi veira sé svo óvenjuleg að hún muni útrýma okkur eða neyða okkur til að lifa eins og við gerum þessa dagana,“

sagði hann.

Þrátt fyrir að ekki hafi komið fram sannanir fyrir að fólk öðlist ónæmi að eilífu eftir að hafa smitast hefur Lehner ekki áhyggjur.

„Rúmlega 40 milljónir hafa smitast fram að þessu en aðeins fjórir í öllum heiminum hafa smitast aftur af veirunni,“

sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Í gær

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Í gær

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Í gær

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin gullna regla varðandi garðsláttinn

Hin gullna regla varðandi garðsláttinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“