fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Konur á aldrinum 50 til 60 ára í mestri hættu á að fá „langvarandi COVID-19“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 22:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur á aldrinum 50 til 60 ára eru í mestri hættu á að fá „langvarandi COVID-19“. Hærri aldur og það að finna fyrir fimm eða fleiri einkennum sjúkdómsins á fyrstu viku hans er einnig talið tengjast auknum líkum á langvarandi heilsufarsvandamálum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Claire Steves og Tim Spector hjá King‘s College London gerðu. The Guardian skýrir frá.

Fram kemur að þau hafi greint skráningar 4.812 kórónuveirusmitaðra einstaklinga í sérstakt app. Þátttakendurnir skráðu stöðugt upplýsingar um líðan sína og allir höfðu greinst með kórónuveiruna.

Almennt séð þá voru konur tvisvar sinnum líklegri til að fá einkenni COVID-19 sem vörðu í mánuð eða lengur. Þetta átti þó aðeins við fram að sextugu en þá voru líkur kynjanna á þessu mjög svipaðar. Hærri aldur tengdist einnig auknum líkum á að fólk glímdi við langvarandi COVID-19 veikindi. 22% 70 ára og eldri glímdu við sjúkdóminn í fjórar vikur eða lengur en hjá fólki á aldrinum 18 til 49 ára var hlutfallið 10%.

Konur á aldrinum 50 til 60 ára reyndust átta sinnum líklegri til að glíma við langvarandi einkenni COVID-19 en konur á aldrinum 18 til 30 ára. Á milli kynjanna var mesti munurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 50 ára en í þeim aldurshópi voru konur tvisvar sinnum líklegri til að glíma við langvarandi COVID-19 en karlar.

Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað