fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 19:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu manns úr sömu fjölskyldunni létust nýlega eftir að hafa borðað núðlur sem höfðu verið geymdar í frysti í rúmlega eitt ár. Þær reyndust innihalda gerjað maísmjöl en í því var bongkrek sýra sem banaði fólkinu. Daily Star skýrir frá þessu.

Fram kemur að sjö fullorðnir hafi látist í Jixi í Heilongjiang héraðinu í Kína þann 10. október eftir að hafa borðað núðlurétt sem nefnist Suantangzi fimm dögum áður. Rétturinn þykir mikið lostæti. Tveimur dögum síðar lést áttundi fjölskyldumeðlimurinn og á mánudaginn sá níundi.

Sem betur fer vildu þrjú börn, sem rétturinn var borinn á borð fyrir, ekki borða hann því þeim fannst hann vondur.

Talsmaður matvælaeftirlitsins í Heilongjiang héraðinu sagði í samtali við China News Service að bongkrek sýra sé oft banvæn. Einkenni eitrunar koma oft fram nokkrum klukkustundum eftir að fólk borðar eitraðan mat. Helstu einkennin eru magaverkir, sviti, almennur slappleiki og hugsanlega meðvitundarleysi. Fólk getur látist á fyrstu 24 klukkustundunum.

Eitrunin getur einnig valdið alvarlegu tjóni á lifur, nýrum, hjarta og heila. Ekki er til mótefni gegn eitrinu  en dánartíðnin er allt frá 40% upp í 100%.

Bongkrek sýra lifir suðu af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist