fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 10:56

. Mynd: Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera á mismunandi hátt sem reglugerð yfirvalda er túlkuð af þjálfurum í efstu deild karla á Íslandi. Nú þegar stefnt er að því að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu í nóvember.

Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun í gær að reyna að klára mót sín fyrir 1 desember eins og kveður á um í reglugerð sambandsins. Samkvæmt reglugerð frá heilbrigðisráðherra eru æfingar bannaðar innan ÍSÍ á höfuðborgarsvæðinu og þar fellur KSÍ undir, hins vegar má æfa í hópum ef 2 metra reglan er virt. Þetta hefur orðið til þess að lið á höfuðborgarsvæðinu hafa túlkað reglurnar á mismunandi hátt.

Þannig æfðu Breiðablik, KR, Valur og fleiri lið á höfuðborgarsvæðinu í gær en á sama tíma töldu Stjarnan, FH og Víkingur að reglurnar væru ekki skýrar og fóru því ekki á æfingu. Fleiri lið áttu í erfiðleikum með að lesa í reglur yfirvalda.

„Við höfum fengið þær upplýsingar um að það sé leyfilegt að æfa, það kemur frá sóttvarnarlækni og embætti landlæknis, að það sé leyfilegt að æfa miðað við tveggja metra reglu. Það er í lagi að sparka bolta á milli sín en ekki taka hann með höndum eða skalla boltann. Svo er auðvitað að gæta að sóttvörnum og hreinsun á búnaði,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ í samtali við 433.is í dag.

Hann segir eðlilegt að skilningur liða hafi verið mismunandi á regluverkinu og því hafi sambandið kallað eftir skýrari leiðbeiningum sem séu þær að æfingar knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu eru leyfðar ef farið er eftir settum reglum.

Annað vandamál blasir svo við félögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákveðið var að loka öllum íþróttamannvirkjum næstu dagana. Óvíst er hvernig það leysist nú þegar grænt ljós er komið á æfingar.

Reglugerð ráðherra:

Höfuðborgarsvæðið
Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.
Heimildir fyrir íþróttastarfi, æfinga og keppna á vegum ÍSÍ gilda ekki á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Í gær

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar