fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Júlíus Geirmunds kemur til Ísafjarðarhafnar í dag – Meirihluti smitaður og fær ekki að fara frá borði

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. október 2020 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Von er á Júlíusi Geirmundssyni til hafnar eftir hádegi í dag. Samkvæmt Jóhanni K. Jóhannssyni, upplýsingafulltrúa almannavarna, eru 25 um borð. Sagði DV frá því í gær að meirihluti áhafnar væri smituð. Þá sagði Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, í samtali við blaðamann DV í gærkvöldi að enginn þeirra væri alvarlega veikur. Nokkrir eru þó með einkenni eftir því sem heimildir DV herma.

Að sögn Jóhanns verður skipið einangrað þegar það kemur til hafnar. Mun umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum fara um borð í skipið og taka blóðsýni sem send verða í mótefnamælingu í Reykjavík. Málið hefur að sögn Jóhanns verið unnið í góðu samstarfi milli HG, almannavarna, umdæmislæknis og útgerðarinnar og hafa útgerðin, skipið og skipverjar unnið eftir fyrirmælum almannavarna.

Meðan beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingarinnar verða skipverjar um borð í skipi sínu og má því búast við að þeir verði þar til morguns. Þegar niðurstöður úr mælingunum liggja fyrir verða næstu skref ákveðin, að sögn Jóhanns. Jóhann segir að ekki sé tilefni til að hafa áhyggjur af ástandinu og ástæðulaust að óttast hvað við tekur.

Umdæmislæknir mun einn fara um borð í skipið og taka sýnin. Aðrir fá ekki að fara um borð eða frá borði að svo stöddu.

Skipið er nú kyrrstætt í miðju Ísafjarðardjúpi utan við Bolungarvíkurhöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni