fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Lyfjafyrirtæki til rannsóknar – Grunað um villandi upplýsingagjöf um sinn þátt í bóluefnaáætlun Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 07:00

Merki Vaxart. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjafyrirtækið Vaxart, sem er í Kaliforníu, hefur unnið að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Nú hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á fyrirtækinu og fjárfestar hafa höfðað mál á hendur því fyrir að gefa villandi upplýsingar um þátttöku fyrirtækisins í bóluefnaáætlun Bandaríkjanna, Operation Warp Speed, sem miðar að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni og lyfja gegn COVID-19.

Vaxart tilkynnti í síðustu viku um rannsókn yfirvalda á fyrirtækinu og að því hefði verið stefnt fyrir dóm. Ástæðan er að í júní sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að bóluefni fyrirtækisins, gegn COVID-19, hafi verið valið til þátttöku í Operation Warp Speed. Í kjölfarið hækkaði verð hlutabréfa í fyrirtækinu úr um 3 dollurum í 17. Vogunarsjóðurinn Armistice Capital, sem stýrði fyrirtækinu að hluta, seldi þá hlutabréf og hagnaðist um 200 milljónir dollara. CNN skýrir frá þessu.

Nokkrum vikum áður hafði Vaxart veitt heimild til breytinga á samkomulagi við Armistice sem gerði vogunarsjóðnum kleift að selja nær öll hlutabréf sín ef verð þeirra myndi snarhækka.

Í júlí sögðu heilbrigðisyfirvöld New York Times að þau hefðu ekki gert samning við Vaxart eða átt í samningaviðræðum við fyrirtækið. Sögðu yfirvöld að fyrirtækið hefði átt mjög takmarkaða aðkomu að Operation Warp Speed.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“