fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Kórónuveiran getur hugsanlega valdið heyrnarleysi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 06:41

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, geti orsakað heyrnarleysi, að hluta eða algjörlega, hjá þeim sem smitast af veirunni. Áður var vitað að veiran getur haft áhrif á bragð- og þefskyn fólks.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að heyrnarskerðing geti verið varanleg afleiðing smits. Dæmi er tekið um 45 ára karlmann, sem þjáðist af astma, sem var lagður inn á gjörgæsludeild með COVID-19.

Viku eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi fékk hann suð í vinstra eyrað og síðan missti hann heyrn að hluta. Hann fékk sterameðferð í kjölfarið og hefur endurheimt hluta af heyrninni. Þetta er fyrsta svona tilfellið í Bretlandi en ekki í heiminum.

Niðurstöður annarrar rannsóknar, sem Kevin Munro prófessor við Manchester University, gerði á 121 kórónuveirusmituðum einstaklingi kom í ljós að 16 höfðu tapað heyrn að hluta eftir að þeir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Ekki er þó alveg öruggt að það sé kórónuveiran sem á sök á heyrnartapi en það verður nú rannsakað nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“