fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Fékk þungan dóm fyrir að drepa manninn sem nauðgaði henni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 20:30

Brittany Smith. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 32 ára gamla Brittany Smith hefur verið dæmd til þungrar refsingar fyrir að hafa orðið Todd Smith að bana fyrir tæpum þremur árum. Hún játaði að hafa drepið hann eftir að hann hafði tekið hana hálstaki og nauðgað henni á heimili hennar í Stevenson í Alabama í Bandaríkjunum.

News.com.au skýrir frá þessu. Smith bar við sjálfsvörn í málinu en dómarinn féllst ekki á þá málsvörn. Fyrir dómi kom fram að eftir nauðgunina hafi bróðir Brittany komið heim til hennar til að ræða alvarlega við Todd um nauðgunina og ofbeldið.

Það endaði með að þeir slógust og náði Todd að halda bróður Brittany föstum með hálstaki og hótaði að drepa bæði hann og Brittany. Þá dró  Brittany upp skammbyssu og skaut Todd til bana.

Hún er fjögurra barna móðir og eins og fyrr sagði hélt hún því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en það féllst dómurinn ekki á og úrskurðaði kviðdómur hana seka. Hún var dæmd í 20 ára fangelsi að lágmarki. Hún þarf að sitja í fangelsi í 18 mánuði, þá taka við 18 mánuðir í stofufangelsi og að því loknu verður hún á skilorði. Frá afplánunin dregst sá tími sem hún hefur setið í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið