fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Getur Ísland unnið Belga í þrettándu tilraun? – Alltaf tapað hingað til

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA í kvöld, miðvikudagskvöld. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum, hefst kl. 18:45 og er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Líkt og á fyrri leikjum mánaðarins verða einu áhorfendurnir á vellinum 60 liðsmenn Tólfunnar.

Þessar tvær þjóðir hafa alls mæst 12 sinnum áður í A landsliðum karla og hafa Belgar unnið sigur í öllum viðureignunum hingað til.

Fyrstu leikirnir voru í undankeppni HM 1958 þar sem liðin léku í þriggja liða riðli ásamt Frakklandi og veittu Belgar Frökkum harða keppni. Frakkar unnu riðilinn og komust í úrslitakeppnina í Svíþjóð þar sem þeir féllu úr leik í undanúrslitum gegn Brasilíu og ungstirninu Pelé, sem skoraði þrennu í leiknum. Frakkinn Just Fontaine skoraði einnig í leiknum og lauk keppni með 13 mörk, sem er enn þann dag í dag met í úrslitakeppni HM.

Ísland og Belgía mættust síðan alls 6 sinnum á 8. áratugnum – voru saman í riðli í undankeppni HM 1974, EM 1976 og HM 1978 – Belgar unnu sem fyrr segir alla leikina og íslenska liðið náði ekki að skora í neinum leikjanna. Sjálfsagt voru margir því fegnir að mæta ekki Belgum um margra ára skeið eftir þetta og næsti leikur var vináttuleikur í Brussel 2014. Síðan hafa þjóðirnar verið saman í riðli í Þjóðadeildinni í bæði skipti sem sú keppni hefur farið fram og er leikurinn í kvöld seinni leikurinn í þeirri keppni sem nú stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina