fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Blaðamaður án hliðstæðu með COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. október 2020 20:03

Eiríkur Jónsson fyrir helgarblað DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn landsþekkti blaðamaður, Eiríkur Jónsson, er með COVID-19. Eiríkur sem lengi hefur verið sagður vera  „blaðamaður án hliðstæðu“ greinir frá þessu á fréttavef sínum eirikurjonsson.is.

Segist hann hafa vaknað kófsveittur og kaldur með dynjandi höfuðverk, mikinn hita og gat í hvorugan fótinn stigið. Vissi Eiríkur, sem upplifði einnig mjög skert jafnvægisskyn, samstundis að hann væri með veiruna alræmdu.

„Svaf allan laugardaginn í rennandi blautum rúmfötum og hitastig líkamans virtist sveiflast frá frosti í funa. Missti þó aldrei andann. Braggaðist um kvöldið og var kominn í sýnatöku í hádeginu á sunnudag þar sem grunur minn var staðfestur,“ segir Eiríkur á vef sínum.

Hann veit hins vegar ekki hvaða smitið kom en telur líklegast að hann hafi smitast í Breiðholtslauginni. Hann segist ekkki hafa heilsað neinum með handabandi síðan í mars, hafa þvegið sér um hendur á kortersfresti og virt fjarlægðarmörk í hvívetna.

Sjá nánar á fréttavef Eiríks

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni