fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Pressan

Bandarískur bréfberi á þunga refsingu yfir höfði sér – Henti kjörseðlum í ruslagám

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 18:30

Starfsmaður bandaríska póstsins sveikst hressilega um. Mynd:EPA-EFE/JUSTIN LANE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bréfberi í New Jersey er sakaður um að hafa hent allt að tvö þúsund sendingum í ruslagáma. Þar á meðal voru 98 óútfylltir kjörseðlar fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Hann á að hafa hent póstinum í ruslagáma á tveimur útburðarsvæðum.

CNN segir að það hafi verið íbúi í North Arlington sem fann póst í ruslagámi. Var pósturinn enn í bunkum sem var haldið saman með teygjum. Hann tilkynnti lögreglunni um þetta. Bréfberinn á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á sem nemur um 20 milljónum íslenskra króna. Hann hóf störf hjá póstinum í júlí.

Búið er að koma öllum póstinum til skila.

Bandaríska póstþjónustan vildi ekki tjá sig um málið þegar CNN leitaði eftir viðbrögðum.

Donald Trump, forseti, hefur margoft varað við kosningasvindli vegna þess hversu margir munu væntanlega kjósa bréfleiðis. Þessu vísa kjörstjórnir landsins á bug og segja að atkvæði greidd bréfleiðis séu jafn örugg og önnur atkvæði.

 

Fréttin hefur verið uppfærð þar sem „ó“ vantaði fyrir framan „útfylltir“ kjörseðlar þar sem nú stendur: „ Þar á meðal voru óútfylltir kjörseðlar fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember.“ Beðist er velvirðingar á þessari innsláttarvillu. Einnig var bætt við upplýsingum um fjölda kjörseðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Farþegi í leigubíl stal honum og lést síðan í árekstri

Farþegi í leigubíl stal honum og lést síðan í árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“