fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Reiknar með að landamæri Ástralíu verði lokuð til ársloka 2021

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 05:26

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir að landamæri landsins verði væntanlega lokuð til ársloka 2021. Þetta sagði hann í tengslum við kynningu á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár.

The Guardian skýrir frá þessu. Frydenberg sagði að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að landamærin verði lokuð fyrir erlendum ferðamönnum og námsmönnum til ársloka 2021.

„Eftir það fá þeir smátt og smátt að koma aftur,“

sagði hann og bætti við að ríkisstjórnin vænti þess að vera komin með aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni á þeim tímapunkti.

Lokun landamæranna gildir fyrir öll ríki en þó með einstaka undantekningum. Til dæmis vonast ástralska ríkisstjórnin til að geta komið á samstarfi við Nýja-Sjáland um að heimila ríkisborgurum þaðan að ferðast til ákveðinna áfangastaða í Ástralíu. Í fyrstu geta Ástralir ekki farið til Nýja-Sjálands en ríkisstjórnin vonast til að það verði hægt í lok árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið