fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Enn fjölgar COVID-19 smitum í Hvíta húsinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. október 2020 07:59

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var staðfest að Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Miller skýrði sjálfur frá þessu. Hann bætist þar með í hóp fjölmargra starfsmanna Hvíta hússins sem hafa greinst með veiruna.

Margir af nánustu samstarfsmönnum forsetans hafa greinst með veiruna en Trump greindist sjálfur með hana í síðustu viku.

„Síðustu fimm daga var ég í sjálfskipaðri sóttkví og vann ekki á skrifstofunni. Ég fór í sýnatöku daglega og var niðurstaðan neikvæð þar til í gær (mánudag, innsk. blaðamanns). Í dag (þriðjudag, innsk. blaðamanns) greindist ég með COVID-19 og er í einangrun,“

sagði Miller í tilkynningu sinni.

Trump sneri aftur í Hvíta húsið á mánudaginn eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í þrjár nætur þar sem hann fékk meðferð við sjúkdómnum.

„Það er veiran sem snýr aftur í Hvíta húsið. Gleymið að keisarinn er ekki í neinum fötum, í kvöld er keisarinn ekki með neitt starfsfólk,“

sagði Jim Acosta, fréttamaður CNN í Hvíta húsinu, við það tækifæri.

Meðal náinna samstarfsmanna Trump, sem hafa greinst með veiruna, eru Hope Hicks, ráðgjafi, Kayleigh McEnany, talskona hans, og Bill Stepien, kosningastjóri hans. Melania Trump, eiginkona Trump, greindist einnig með veiruna í síðustu viku.

Mike Lee, Thoms Tillis og Ron Johnson, þingmenn Repúblikana, hafa einnig allir greinst með veiruna. Vitað er að 11, hið minnsta, af nánustu samstarfsmönnum Trump eru smitaðir af veirunni. The New York Times skýrir frá. Í heildina eru um 35 starfsmenn Hvíta hússins smitaðir af kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá