fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Herða aðgerðir í New York á nýjan leik vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 05:11

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að herða aðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar á nýjan leik í kjölfar margra smita. Bill de Blasio, borgarstjóri, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gær. Á fundinum kom fram að enduropnun samfélagsins verði afturkölluð í níu hverfum í Brooklyn og Queens en þar er fjöldi smita farinn að vekja áhyggjur.

Nýju aðgerðirnar taka gildi á miðvikudaginn ef Andrew Cuomo, ríkisstjóri, samþykkir þær. Síðustu mánuði hefur hömlum verið aflétt í þrepum í borginni en hún og ríkið voru áður miðpunktur heimsfaraldursins í Bandaríkjunum.

Í þeim níu hverfum, þar sem takmarkanir verða nú hertar, hafa að minnsta kosti þrjú prósent allra sýna verið jákvæð síðustu vikuna. New York Times skýrir frá þessu.

Í 11 öðrum hverfum þar sem smitum fer einnig fjölgandi verður gripið til vægari aðgerða að sinni. Borgarstjórinn sagði að hann vilji taka á vandanum með því að nota þau verkfæri sem vitað er að virka.

Í hverfunum níu í Brooklyn og Queens mega veitingastaðir ekki taka við gestum, hvorki innandyra né utan. Í besta falli vara þessar aðgerðir í 14 daga en skólar, fyrirtæki og veitingastaðir gætu þurft að hafa lokað næsta mánuðinn.

Í mörgum umræddum hverfum búa margir gyðingar en veiran hefur náð mikilli útbreiðslu þeirra á meðal að undanförnu en margir hafa sótt hátíðir gyðinga að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf