fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Landaði hlutverki í dularfullri Hollywood-mynd

Jóhannes Haukur í nýrri kvikmynd Alberts Hughes – „Má ég ekkert segja, því miður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, hefur landað hlutverki í nýrri kvikmynd leikstjórans Albert Hughes. Myndin heitir „The Solutrean“ en mikil leynd hefur hvílir yfir hlutverki Jóhannesar og myndinni sjálfri.

Aðeins hefur verið tilkynnt um tvo leikara í The Solutrean en ásamt Jóhannesi mun Hollywood-leikarinn Kodi Smit-McPee einnig leika í myndinni, en hann hefur leikið í myndum á borð við The Road og Dawn of the Planet of the Apes.

Litlar upplýsingar eru að finna um myndina en á vefsíðunni IMDB.com segir að hún eigi að gerast fyrir um 20 þúsund árum, eða á síðustu ísöld.

Það var Fréttablaðið sem fyrst greindi frá málinu í morgun en þar er haft eftir Jóhannesi Hauki sem segist vera alsæll með hafa landað hlutverkinu en sagðist þó lítið sem ekkert getað tjáð sig um það.

„Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir Jóhannes.

Albert Hughes er þekktur leikstjóri og handritshöfundur og hefur leikstýrt allnokkrum stórmyndum á sínum ferli. Þar má nefna kvikmyndir á borð við Menace II Society, Dead Presidents og From Hell.

Samkvæmt IMDB mun The Solutrean koma út á þessu ári, 2016, en ekki hefur verið gefið út nákvæmlega hvenær á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi