fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Síðbúið grænlenskt kuldamet – Mesta frost sem mælst hefur á norðurhveli jarðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 11:05

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg yfirferð á rannsóknargögnum sýnir að þann 22. desember 1991 mældist 69,6 gráðu frost á Grænlandi. Þetta þýðir að Grænlendingar geta nú stært sig af mesta frosti sem mælst hefur á norðurhveli jarðar. Alþjóða veðurfræðisstofnunin WMO hefur staðfest mælinguna.

Mælingin var gerð í 3.105 metra hæð á miðjum Grænlandsjökli, nærri hæsta punkti hans. Enginn veitti þessari mælingu athygli fyrr en nú þegar verið var að yfirfara gögn frá tíunda áratugnum.

Það var University of Wisconsin-Madison sem var með mælingastöð á stað sem nefnist Klinck. Þar var verið að bora og sækja ískjarna í jökulinn og þar mældist þetta gríðarlega frost.

Gamla metið var 67,8 gráður sem mældust tvisvar þar sem nú er Rússland. Fyrri mælingin var gerð í febrúar 1892 í Verkhoyansksk og sú síðari í Oimekon í janúar 1933. Mesta frost sem mælst hefur var 89,2 gráður á Suðurskautslandinu í júlí 1983. Greining á gervihnattarmyndum bendir til að frost hafi farið niður fyrir 90 gráður en það hefur aldrei verið staðfest formlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing