fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Adolf sakar verkalýðshreyfinguna um veruleikafirringu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. september 2020 09:56

Adolf Ingi Erlingsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður og fyrrverandi íþróttafréttamaður, spyr í hvaða hliðræna veruleika verkalýðsforsystan lifi. Forstumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki ljáð máls á því að fresta launahækkunum lífskjarasamningsins þrátt fyrir COVID-kreppuna. Adolf vill að launþegar fái tækifæri til að segja hug sinn um það hvort þeir vilji fresta launahækkunum til að auka líkurnar á því að þeir haldi vinnunni.

Þetta kemur fram í grein sem Adolf birti í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann:

„Ég var ekki spurður að því í vor hvort ég vildi fresta launahækkunum til að létta fyrirtækinu sem ég vann hjá róðurinn. Mér fannst út í hött að fá launahækkun um leið og fyrirtækinu blæddi út og var nánast tekjulaust. Nær hefði verið að semja um tímabundna launalækkun til að auka líkurnar á því að fyrirtækið héldi lífi og ég héldi vinnunni. Vissulega er sárt að gefa eitthvað eftir sem barist hefur verið fyrir, en menn verða að gera sér grein fyrir því að ef mjólkurkýrin er svelt til dauða fást ekki mikil nyt úr henni.“

Adolf spyr í umborði hverra forystumenn verkalýðshreyfingarinnar þvertaki fyrir að ljá máls á því að fresta launahækkunum. Vissulega hafi lífskjarasamningurinn verið samþykktur í atkvæðagreiðslu en það hafi verið við allt aðrar aðstæður en nú séu uppi í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum