fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Tindastóll tryggðu sér sæti í Pepsi-max deildinni

Sóley Guðmundsdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 19:15

Leikmenn Tindastóls fagna marki í fyrra. Mynd/skjáskot feykir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einum leik er lokið í Lengjudeildinni í dag. Tindastóll rúllaði yfir botnlið Völsungs á Húsavík og tryggði sér þar með sæti í deild þeirra bestu að ári.

Leiknum lauk með 0-4 sigri Tindastóls sem styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. Þær Bryndís Rut Haraldsdóttir, Hugrún Pálsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir og markamaskínan Murielle Tiernan skoruðu mörk Tindastóls. Murielle skoraði sitt 22. mark í deildinni og er lang markahæst.

Eftir leikinn er Tindastóll með 40 stig þegar þrír leikir eru eftir. Völsungur situr á botni deildarinnar með þrjú stig.

Ef litið er á stöðutöfluna má sjá að Keflavík er í öðru sæti með 33 stig og Haukar eru í þriðja sæti með 29 stig. Bæði lið hafa spilað einum leik minna en Tindastóll. Í pottinum eru 12 stig í boði fyrir Keflavík og Hauka. Þessi lið eiga eftir báða sína innbyrðis leiki. Á morgun tekur Keflavík á móti Haukum og í síðustu umferðinni, þann 9. október, taka Haukar á móti Keflavík.

Það er því mikil spenna í því hvaða lið mun fylgja Tindastól upp í efstu deild.

Þrír leikir verða spilaðir í kvöld. Víkingur R. tekur á móti Fjölni, ÍA tekur á móti Aftureldingu og Augnablik tekur á móti Gróttu.

Völsungur 0 – 4 Tindastóll

0-1 Bryndís Rut Haraldsdóttir
0-2 Hugrún Pálsdóttir
0-3 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
0-4 Murielle Tiernan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Í gær

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti