fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Segir að milljónir Bandaríkjamanna gætu þurft að flytja til Kanada vegna versnandi ástands í Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 08:15

Þetta líkist dómsdegi. Mynd: Deborah BLOOM / AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnlausir skógareldar geisa nú í vesturríkjum Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir því er ekki síst skammtímahugsun stjórnmálamanna um allan heim. Þetta segir Jerry Brown, sem var ríkisstjóri í Kaliforníu frá 1975 til 1983 og aftur frá 2011 til 2019. Hann er nú sestur í helgan stein á búgarði sínum norðan við Sacramento en skógareldarnir fara ekki fram hjá honum því eldar loga skammt frá búgarðinum.

1,8 milljónir hektara lands hafa brunnið í eldunum í Kaliforníu, Oregon og Washington á undanförnum vikum.  Brown hefur nú bent á hugsanlega neyðaráætlun fyrir íbúa ríkjanna. CBC skýrir frá.

„Þetta mun fara síversnandi. Kalifornía og vestasti hluti Bandaríkjanna munu brenna. Milljónir Bandaríkjamanna gætu leitað til Kanada þar sem aðstæður eru betri. En stóra spurningin er hvernig Kanada myndi þá taka á svona fólksstraumi,“

sagði Brown í samtali við CBC. Hann telur að við séum nú að upplifa þau áhrif loftslagsbreytinga sem sérfræðingar hafa varað við í rúmlega 20 ár.

„Hugleiðið að í tugir þúsunda ára bjuggu ekki fleiri en 300.000 í Kaliforníu. Nú eru það 40 milljónir. Þessar 40 milljónir aka milljarða kílómetra árlega í ökutækjum sem nota jarðefnaeldsneyti. Auk þess er svo iðnaðurinn og landbúnaðurinn, allt leggur þetta af mörkum til velferðar okkar en á sér um leið dökka umhverfishlið,“

benti hann á. Hann játar að hann hefði getað gert meira í ríkisstjóratíð sinni, meðal annars hvað varðar að vernda skógana fyrir hættum af eldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks