fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 06:58

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að 23% fullorðinna Bandaríkjamanna á aldrinum 18 til 39 ára telja að Helförin sé mýta, að hún hafi verið ýkt eða þá að þeir eru ekki vissir um hana. 12% sögðust alveg örugglega ekki hafa heyrt um Helförina eða töldu sig ekki hafa heyrt um hana.

Þessi hópur veit ekki að sex milljónir gyðinga voru myrtir í Helförinni og rúmlega 10% töldu að gyðingar hafi sjálfir átt sök á Helförinni.

Samkvæmt frétt The Guardian þá leiddi könnunin einnig í ljós að 48% aðspurðra gátu ekki nefnt nafn á neinum útrýmingarbúðum eða gettóum, þar sem gyðingum var safnað saman, síðari heimsstyrjaldarinnar. 56% sögðust hafa séð merki nasista á samfélagsmiðlum eða í nærsamfélagi sínu og 49% höfðu séð afneitanir á Helförinni á samfélagsmiðlum eða annars staðar á netinu.

„Niðurstöðurnar eru sláandi og dapurlegar og þær sýna mikilvægi þess að við bregðumst við núna á meðan fólk, sem lifði Helförina af, er á lífi og getur sagt sögu sína,“

sagði Gideon Taylor, forseti Conference on Jewish Material Claims Against Germany, sem lét gera könnunina. Hann sagði að komast þurfi að ástæðum þess að svona illa gangi að fræða yngri kynslóðirnar um Helförina og þann lærdóm sem er hægt að draga af fortíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum