fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 06:58

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að 23% fullorðinna Bandaríkjamanna á aldrinum 18 til 39 ára telja að Helförin sé mýta, að hún hafi verið ýkt eða þá að þeir eru ekki vissir um hana. 12% sögðust alveg örugglega ekki hafa heyrt um Helförina eða töldu sig ekki hafa heyrt um hana.

Þessi hópur veit ekki að sex milljónir gyðinga voru myrtir í Helförinni og rúmlega 10% töldu að gyðingar hafi sjálfir átt sök á Helförinni.

Samkvæmt frétt The Guardian þá leiddi könnunin einnig í ljós að 48% aðspurðra gátu ekki nefnt nafn á neinum útrýmingarbúðum eða gettóum, þar sem gyðingum var safnað saman, síðari heimsstyrjaldarinnar. 56% sögðust hafa séð merki nasista á samfélagsmiðlum eða í nærsamfélagi sínu og 49% höfðu séð afneitanir á Helförinni á samfélagsmiðlum eða annars staðar á netinu.

„Niðurstöðurnar eru sláandi og dapurlegar og þær sýna mikilvægi þess að við bregðumst við núna á meðan fólk, sem lifði Helförina af, er á lífi og getur sagt sögu sína,“

sagði Gideon Taylor, forseti Conference on Jewish Material Claims Against Germany, sem lét gera könnunina. Hann sagði að komast þurfi að ástæðum þess að svona illa gangi að fræða yngri kynslóðirnar um Helförina og þann lærdóm sem er hægt að draga af fortíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði