fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Verkefni aldarinnar – Þurfa 8.000 fraktvélar til að ferja bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. september 2020 11:00

Boeing 747 vél. Mynd:EPA-EFE/FEHIM DEMIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, segja að fram undan sé risastórt verkefni við að koma bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, til allra jarðarbúa. Segja samtökin að til að koma einum skammti til allra 7,8 milljarða jarðarbúa þurfi að nota 8.000 Boeing 747 fraktflutningavélar og að það þurfi að byrja að skipuleggja þetta núna.

Lyfjafyrirtæki um allan heim keppast nú við að þróa bóluefni gegn veirunni og því fara sjónir margra nú að beinast að dreifingu þess en ljóst er að um gríðarlega stórt verkefni er að ræða.

„Að koma COVID-19 bóluefni á áfangastað verður verkefni aldarinnar fyrir fraktflugvélaiðnaðinn,“

segir Alexandre de Juniac, forstjóri IATA, í tilkynningu. Hann hvatti ríkisstjórnir heims til að taka forystu í skipulagningu og uppbyggingu nauðsynlegrar aðstöðu fyrir þetta stóra verkefni til að tryggja að dreifing bóluefnisins gangi vel.

Nú er verið að gera tilraunir með 29 bóluefni á fólki um allan heim. Þegar búið verður að samþykkja bóluefni til notkunar hefst framleiðsla þess í miklu magni en ef skipulagningin verður ekki góð verður ekki hægt að flytja það um allan heim með flugi.

IATA hefur áhyggjur af að ekki sé nóg af hitastýrðum geymslum og búnaði og að skortur verði á þjálfuðu starfsfólki. Auk þess séu ferðatakmarkanir í gildi víða og það verði að slaka á þeim. Hraða verði útgáfu flugleyfa fyrir flugvélar sem flytja bóluefni og flugáhafnir verði að vera undanþegnar sóttkví til að hægt sé að halda flutningum áfram. Samtökin hafa einnig áhyggjur af öryggismálum því bóluefnið verður mjög dýrmætt. Því þurfi að tryggja vel öll öryggismál tengdum þeim og flutningum á því, bæði hvað varðar þjófnaði og svik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið