fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Jón Óttar neitar ásökunum Jóhannesar og segir hann sitja um heimili sitt – „Ég hlakka til að láta lögregluna vita af þessu“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag greindi Stundin frá því að Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, hefði í nóvember síðastliðnum tilkynnt áreiti af hendi Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns sem nú starfar hjá Samherja, til embættis héraðssóknara.

Jóhannes segist hafa hitt Jón Óttar í Katrínartúni, nálægt höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík. Þeir hafi talað saman, fyrst hafi Jón byrjað að taka myndband af Jóhannesi og síðan hafi hann elt Jóhannes er hann reyndi að komast í burtu á bíl sínum. Þá hafi hann einnig opnað farþegahurð á bíl Jóhannesar.

„Maðurinn elti mig að bílnum mínum, opnaði farþegahurðina að framan og tók upp myndband af mér. Þetta er bara klikkun,“ segir Jóhannes í samtali við Stundina.

Neitar ásökunum Jóhannesar

DV hafði samband við Jón Óttar sem neitar ásökunum Jóhannesar alfarið og sagði að í raun hefði Jóhannes verið að ásækja sig. Hann segir að Jóhannes hafi nú um mánaða skeið setið um hús sitt. Jón fullyrðir einnig að aðrir starfsmenn Samherja hafi orðið vitni að grunsamlegum ferðum Jóhannesar.

„Ég hlakka til að láta lögregluna vita af þessu“ segir Jón. Hann segist einnig spenntur að sjá hvort að hann verði kærður af Jóhannesi. „Ég hef ekkert skipt mér af þessum manni,“

Baðst afsökunar á hegðun sinni í síðustu viku

Í seinustu viku greindi Kjarninn frá því að Jón Óttar hefði áreitt Helga Seljan, með því að senda honum óviðeigandi skilaboð og sitja fyrir honum á kaffihúsi. Jón baðst afsökunar á því að hafa sent Helga skilaboðin, en sagðist þó ekki hafa setið fyrir honum á kaffihúsinu.

Sjá einnig: Jón Óttar sakaður um ítrekaða áreitni í garð Helga Seljan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði