Í síðustu viku var greint frá því að söngkonan Svala Björgvinsdóttir væri komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Kristján Einar Sigurbjörnsson og er 22 ára sjómaður frá Húsavík. DV ákvað að lesa í stjörnumerki þeirra og skoða hvernig þau eiga saman.
Svala og Kristján eru bæði Vatnsberar. Þegar Vatnsberi byrjar í sambandi með öðrum Vatnsbera er það ólíkt öllum öðrum samböndum sem hann hefur áður átt.
Vatnsberinn leitar að einhverju ákveðnu í sambandi, eins og viðurkenningu eða frelsi. Þannig að tveir Vatnsberar í sambandi meikar bara fullkominn sens.
En það er ýmislegt sem getur komið upp á og þarf parið að leggja áherslu á opin og heiðarleg samskipti. Vatnsberar eru hugmyndaríkir og sífellt að skapa. Ef það þyrfti að lýsa Vatnsberanum í einu orði þá er það víðsýnn.
Þetta er par sem er óhrætt við að prófa nýja hluti. Þau prófa nýja hluti áður en þeir teljast vera töff, það er forvitnin sem drífur þau áfram. En það er eitt öruggt með þetta par, ef þau eru að gera eitthvað þá er það eitursvalt.
8. febrúar 1977
Vatnsberi
20. janúar 1998
Vatnsberi