fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Davíð Þór: „Ég gat ekki gefið þeim páskaegg og ekki gefið þeim mat“

Eignaðist barn 18 ára – Slóst við Stein Ármann – Erótískar myndatökur óvissuferð – Átti ekki fyrir páskaeggjum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur komið víða við í lífi sínu á sviði lista og fræða. Kristinn Haukur heimsótti hann í kirkjuna og spurði meðal annars út í grínferilinn, ritstjórnina á Bleiku og bláu, prestsstörfin og baráttuna við áfengið. Þetta er brot úr löngu viðtali úr helgarblaði DV.

Gat ekki lengur aflað tekna

Davíð hefur talað opinskátt um baráttu sína við áfengisbölið en hann hefur nú verið allsgáður í rúm tólf ár. Hann segir vandann hafa byrjað strax á unglingsárunum. „Ég taldi mér lengi trú um að ég hefði drukkið eins og maður framan af. Seinna rifjaðist það upp fyrir mér að í 8. bekk (nú 9. bekk) fannst mér erfitt að mæta ekki undir áhrifum á skólaböll, sem er ekki eðlilegt. Ég var alltaf með mjög veikt viðhorf til áfengis þó að ég drykki ekki stíft sem barn.“ Á þeim tíma hafi þó verið allt annað viðhorf til unglingadrykkju en nú. Smám saman vann hann sig upp í að verða dagdrykkjumaður.

„Ég var sennilega löngu búinn að átta mig á því að ég væri alkóhólisti en áttaði mig ekki strax á því að þetta væri sjúkdómur en ekki lífsstíll. Ég taldi mig geta ráðið við þetta og mér gekk vel í starfi, en mér hélst ekki á konum eða peningum. Hægt og bítandi versnaði þetta og ég hætti að geta aflað mér tekna vegna óreglu. Ég vann sjálfstætt og síðasta árið lækkuðu tekjurnar um meira en helming frá árinu áður.“

Keyrðir þú undir áhrifum?

„Nei, ég stillti mig um það. Ég gerði það stundum sem unglingur en hætti því og lagði frekar áherslu á að búa alltaf í göngufæri við bar.“

Undir lokin var Davíð hættur að þora að láta renna af sér vegna timburmanna. Hann byrjaði að drekka upp úr hádegi og hélt sér símjúkum allan daginn. „Síðustu mánuðina mína í drykkju var ég farinn að verða oftar illa drukkinn en áður, en þá var þol mitt fyrir áfengi búið að minnka mikið. Lifrin hættir að ráða við þetta.“

Fékkstu skemmdir?

„Ég er ekki með lifrarskemmdir, en þegar ég hætti var ég greindur með fitulifur sem er forstig af skorpulifur.“

Skáparnir tómir og botninum náð

Davíð segist hafa snert botninn í drykkjunni páskana 2005. „Páskarnir voru að nálgast og börnin mín áttu að vera hjá mér, þá 14 og 15 ára. Ég áttaði mig á því að ég var búinn að klúðra því. Það var ekki nokkur leið að ég gæti haft þau hjá mér. Ég var búinn að drekka frá mér alla peningana og skápurinn var tómur. Ég gat ekki gefið þeim páskaegg og ekki gefið þeim mat. Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki maðurinn sem ég ætlaði að vera. Ég var ekki bara að eyðileggja líf mitt heldur stórskaða börnin mín. Þá brotnaði ég niður, hringdi á Vog og bað þá að taka við mér.“

Föstudaginn langa fór hann á síðasta fylleríið sitt og daginn eftir innritaði hann sig á Vog. „Páskadagsmorgun 27. mars vaknaði ég edrú og lít á það sem minn fyrsta edrú-dag. Ég grínast með að ég hafi ekki verið frumlegri en svo að velja páskadag til að rísa upp frá dauðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Pressan
Í gær

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“