fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Áfengisvandi hefur aukist í kórónuveirufaraldrinum – Fólk farið að drekka spritt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins og í sumar jókst áfengissala töluvert. Samkvæmt tölum frá ÁTVR var salan 8,2% meiri í mars á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Í apríl var salan 31,6% meiri en í sama mánuði í fyrra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. 2,4 milljónir lítra af áfengi seldust í apríl en voru 1,8 milljónir í apríl á síðasta ári. Í maí var aukningin 18,5% og 14,8% í júní. í júlí var aukningin 26,6% en samanburður á milli ára er ekki raunhæfur þar sem verslunarmannahelgarsalan var í júlí á þessu ári en í ágúst á síðasta ári.

Fréttablaðið hefur eftir Víði Sigrúnarsyni, yfirlækni á Vogi, að hann finni fyrir þessu í störfum sínum.

„Fólk fór að vera meira heima í sóttkví, eða að vinna. Þá voru færri hindranir og það fór að drekka meira áfengi. Fólk hefur verið í dagdrykkju jafnvel frá morgni til kvölds og er að koma veikara inn til okkar. Þá er fólk farið að drekka spritt,“

er haft eftir honum.

Curtis P. Snook, sérfræðingur í klínískum eitrunarfræðum á Landspítalanum, sagði að sprittið sem er notað til að verjast COVID-19 faraldrinum innihaldi meira en 80% af etanóli.

„Aðalvandamálið er etanólmagnið, það eykur líkurnar á meðvitundarleysi og uppköstum í lungu. Þetta er mjög sterkt áfengi og margir taka ekki eftir því hvað þetta er sterkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns