fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Karl óttast þetta: Viðskiptavinir VÍS fórna friðhelgi fyrir betri þjónustu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 18:00

Mynd: Land Lögmenn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Hrannar Sigurðsson, ráðgjafi á sviði persónuverndar, hefur áhyggjur af þjónustunýjung sem tryggingafélagið VÍS býður upp á. Nýjungin felur í sér, að mati Karls, að viðskiptavinir fórna hluta af friðhelgi sinni í skiptum fyrir betri þjónustu og betri kjör. Þeir sem haga sér vel í umferðinni greiða lægra gjald fyrir tryggingar. Karl ritar grein um þetta á Vísir.is og upphaf hennar er svohljóðandi:

„Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“

Karl bendir á að góð og persónuleg þjónusta krefjist þekkingar á viðskiptavininum en þekking á honum byggi á þeim gögnum sem hann lætur af hendi:

„Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu.“

Karl veltir því fyrir sér hvað langt tryggingafélög geti seilst inn á svið friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit með akstri sé ekki það eina sem þau hafi áhuga á. „Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum,“ segir hann.

Hann segir enn fremur:

„Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með.“

Sjá nánar Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi